Friday, November 22, 2013

Hér ætla ég að sýna ykkur þá aðferð sem ég nota oftast til að skeyta saman endum. Ég nota þessa aðferð aðallega vegna þess að mér finnst hún einföld og fljótleg og virkar vel. Þetta virkar vel með flest ullargarn, er ekki viss um að það virki endilega vel á annað garn.

Tveir endar sem þarf að skeyta saman


Ég byrja á að splitta endunum, í helminga ef hægt er, en stundum er garnið spunnið úr þremur endum og þá splitta ég því 1 á móti 2.


Síðan klippi ég annan helminginn af, miða við ca 7-10 cm. Ef garnið er úr t.d. þremur endum, klippi ég tvo enda af öðrum garnendanum og einn af hinum, þannig að samanlagð tala verði þá þrír.


Síðan legg ég garnendana saman. Læt þá aðeins skarast þannig að rétt í endana er garnið alveg tvöfalt.


Ég reyni aðeins að "afsnúa" þá fyrst og leggja svo saman þannig að þeir snúist aðeins upp á hvorn annan.


Svo þæfi ég þá saman, bleyti aðeins upp í þeim... nota nú bara oftast smá munnvatn. Rúlla þeim vel á milli lófanna þannig að hitinn og rakinn þæfi endana saman.


Taramm, og þá er þetta fast saman og samskeytin sjást lítið. Einnig, þar sem ég klippi helminginn af hvorum enda, er þetta ekki extra feitt á samskeytunum.



No comments:

Post a Comment