Thursday, September 15, 2016

Úrtaka til vinstri

Ég hef löngum verið hrifin af ssk úrtökunni, þar sem mér finnst hún spegla það að prjóna tvær lykkjur saman mun betur en gamla íslenska aðferðin, þ.e. þessi þegar maður tekur eina óprjónaða, prjónar eina og setur svo þessa óprjónuðu yfir nýju lykkjuna. En það hefur samt alltaf pirrað mig svolítið hvað lykkjurnar geta orðið ójafnar þegar maður gerir ssk. En svo var mér bent á þessa aðferð sem ég verð að prófa ;)

Svona held ég á garninu

Ég byrja á því að leggja bandið svona um litla fingurinn. Þarna er ég að prjóna með magic loop aðferðinni.
Síðan læt ég bandið koma aftur yfir litla fingurinn og svo undir baugfingur (liggur þá í raun ofan á baugfingri ef hendinni er snúið við).Svo kemur bandið yfir löngutöng (eða undir ef maður snýr hendinni við).


Þar næst fer það undir vísifingurinn (eða yfir ef maður snýr hendinni við).Þá lítur þetta svona út þegar maður snýr hendinni við.


Hér sést svo hvernig bandið liggur þegar maður heldur á prjónlesinu. Og svo er bara að fara að prjóna ;)


Tuesday, August 16, 2016

Ég er á lífi

Var næstum búin að gleyma að ég ætti þetta fína prjónablogg. Svona er ég nú mikill bloggari. Enda hvort sem er enginn að fylgjast með mér, hahaha.

Annars er ég búin að vera með sjalaæði undanfarið og er búin að rumpa af 4 sjölum í sumar. Finnst þau hvert öðru fallegra :)

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Indian Feathers - frí uppskrift á Ravelry. Pjrónað úr handgerðu silkigarni sem systir mín gaf mér.--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fantoosh - uppskrift til sölu á Ravelry. Prjónað úr sama garni og Indian Feathers.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Radiance shawl - uppskrift til sölu á Ravelry. Prjónað úr Marina frá Manos del Uruguay.


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lazy Katy - uppskrift til sölu á Raverly. Prjónað úr Tosh Merino Light frá Madelinetosh.--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Einhverra hluta vegna virðast sjölin mín alltaf verða minni en þau sem aðrir prjóna... nema reyndar Fantooshið. Ég veit að ég prjóna fast, en stundum finnst mér þetta pínu undarlegt samt. En ég er mjög ánægð með sjölin mín samt :)

Tuesday, February 10, 2015

Nokkurnvegin rétta jafnan (The More-or-Less-Right Formula), skv. Cheryl Brunette

Ég lendi stundum í vandræðum þegar ég þarf að auka út um, eða fækka um x margar lykkjur jafnt yfir umferðina. Þá fer heilinn á mér í einhvern hraðsnúning að reyna að reikna út á hversu margra lykkja fresti ég á að auka út eða gera úrtöku. En þar sem ég er nú oft að grúskast á netinu í prjóna- eða heklhugleiðingum þá datt ég fyrir algjöra tilviljun niður á myndband frá ofurprjónaranum Cheryl Brunette, sem sýnir akkurat þetta. Ég var reyndar að leita að allt öðru, var að skoða hvernig maður prjónar fallegan tölulista á hálfopnar peysur, en fann þennan fjársjóð í leiðinni ;)

The More-or-Less-Right Formula - Cheryl Brunette

Ég náttúrulega ákvað að deila þessari visku með prjónasamfélaginu á Handóðir Prjónarar. Það er þó ekki víst að allir skilji alveg hvað hún Cheryl er að fara, svo ég ætla að reyna að útskýra þetta aðeins á íslensku.

Segjum sem svo að maður sé með 172 lykkjur og þeim þarf að fækka niður í 128 lykkjur. Þá þarf sem sagt að gera 172-128 = 44 úrtökur. Þessum 44 úrtökum þarf að deila jafnt á þessar 172 lykkjur sem maður er með. Nú þarf maður aðeins að rifja upp gömlu grunnskólastærðfræðina.

Þá byrjar maður á að deila 172 með 44:44 gengur 3 sinnum upp í 172...


... en maður situr auðvitað uppi með smá afgang: 3x44 eru 132, svo afgangurinn verður 172-132 = 40.


Nú tekur maður efstu töluna, þ.e. í þessu tilfelli 3 og bætir við 1, og fær þá út 4.


Næst þá dregur maður afgangstöluna, þ.e. 40, frá úrtökufjöldanum (tölunni sem maður var að deila með), þ.e. 44. Þá fær maður út 44-40 = 4.


Þar næst dregur maður hring um tölurnar sem maður er að fara að nota, sem eru fyrir ofan strikið 3 og 4, og fyrir neðan strikið 40 og 4.


Síðan dregur maður strik í kross á þennan hátt og parar þannig tölurnar saman.


Efri tölurnar segja manni á hversu margra lykkja fresti maður á að gera úrtökuna og neðri tölurnar  segja manni hversu oft maður á að gera úrtöku á ákveðinna margra lykkja fresti. Sem sagt, í þessu tilfelli þá á maður að fækka um 3ju hverju lykkju 4 sinnum, og 4u hverju lykkju 40 sinnum.

Í þessu tilfelli þá fannst mér best að gera úrtökuna á þennan hátt, til að jafna hana enn frekar:

[Úrtaka í 4u hverju lykkju x10 og 3ju hverju lykkju x 1] x 4

Maður þarf bara að muna að þegar maður er að gera úrtökur þá er maður að eyða lykkjum, þannig að til að t.d. gera úrtöku í 4u hverju lykkju, þá prjónar maður 2 lykkjur og síðan prjónar maður 2 lykkjur saman (sem sagt lykkja nr 3 og 4 eru prjónaðar saman, sem þýðir að maður losnar við lykkju nr, 4).

Þannig að í raun væri uppskriftin skiljanlegust svona, miðað við að við séum að gera sléttar lykkjur (s=slétt, ss=slétt saman):

Úrtökuumferð: *(2s, 2ss)x10, (1s, 2ss)x1*, endurtakið *-* út umferð.Prófum að gera þetta aftur með aðrar tölur.

Segjum að maður sé með 85 lykkjur í stroffi og ætli að auka upp í 100.

Þá byrjar maður á að deila 85 með 15.


15 gengurx upp í 85.


5x15 er 75 svo afgangurinn verður 85-75 = 10.


5+1 gera


og 15-5 gera 5


Þetta verða þá tölurnar í þessu dæmi:

Og svona parast þær saman:


Í þessu dæmi þá þarf maður að auka út um 1 lykkju eftir 5. hverju lykkju x 5 og eftir 6. hverja lykkju x10. Þarna myndi ég gera þetta á þennan hátt:

Útaukningarumferð: *(6s, aukið út um 1L)x2, (5s, aukið út um 1L)*, endurtakið *-* út umferð.Vonandi skilst þetta og hjálpar einhverjum. Mér finnst þetta allavegana algjör snilld :D

Thursday, January 9, 2014

Heiða Langsokkur

Þessa sokka gerði ég fyrir Heiðu systur og gaf henni í jólagjöf. Ég var ansi ánægð með þá svo ég hafði fyrir því að skrifa uppskriftina og hér er hún ef einhver hefur áhuga.Það sem þú þarft
Garn - Nalle frá Novita - 3 dokkur
Prónar - Sokkarprjónar eða hringprjónn 3,5 mm Hjálparprjónn/kaðlaprjónn
Skæri
Saumnál til að ganga frá endum
2 prjónamerki sem hægt er að færa til á prjóni 

E.t.v. prjónamerki til að festa í lykkju

Prjónfesta og mælingar
30 umferðir = 8 cm (37,5 umferðir = 10 cm) 30 lykkjur = 10 cm
Lengd stroffs = 9 cm
Lengd uppleista fyrir utan stroff = 45 cm

1 hlekkur = u.þ.b. 2,3 - 2,4 cm
Lengd fótar = 26 cm (þar af er tá 5 cm)

Skammstafanir og skýringar
Umf. = umferð
L = lykkja / lykkjur
sl = slétt
br = brugðin
2sls = 2 sléttar saman
3sls = 3 sléttar saman
2ss = 2 sléttar snúnar saman: taktu tvær lykkjur óprjónaðar, eina og eina, eins og þú sért að fara að prjóna þær sléttar. Settu þær aftur beint á vinstri prjóninn og prónaðu þær saman með því að fara aftan í þær.
3ss = 3 sléttar snúnar saman, gerðar á sama hátt og 2ss, nema með 3L.
2brs = 2 brugðnar saman
= hægri útaukning (slétt): lyftu bandinu á milli lykkjana upp aftanfrá með vinstri próni, prjónaðu framan í bandið.
= vinstri útaukning (slétt): lyftu bandinu á milli lykkjanna upp framan frá með vinstri prjóni, prjónaðu aftan í bandið. 
úbr = útaukning brugðin
mú3 = miðjuúrtaka, 3 sléttar saman: tvær lykkjur eru teknar óprjónaðar saman eins og þú sért að fara að prjóna þær sléttar saman, prjónaðu næstu lykkju og steyptu svo báðum óprjónuðu lykkjunum yfir.
óprj. = Taktu lykkjuna óprjónaða beint af vinstri prjón yfir á þann hægri (stungið er í lykkjuna eins og þú ætlir að prjóna hana brugðna).
óprj.sl= Taktu lykkjuna óprjónaða af vinstri prjón yfir á hægri og stingdu í hana eins og þú sért að fara að prjóna hana slétta.

HS4 = Hægri snúningur með 4 lykkjum: Settu 2 lykkjur á hjálparprjón fyrir aftan, prjónaði næstu 2 lykkjur sl, prjónaðu síðan 2sl af hjálparprjóni.
VS4 = Vinstri snúningur með 4 lykkjum: Settu 2 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan, prjónaðu næstu 2 lykkjur sl, prjónaðu síðan 2sl af hjálparprjóni.

HS6 = Hægri snúningur með 6 lykkjum: Settu 3 lykkjur á hjálparprjón fyrir aftan, prónaðu næstu 3 lykkjur sl, prjónaðu síðan 3sl af hjálparprjóni.
VS6 = Vinstri snúningur með 6 lykkjum: Settu 3 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan, prjónaðu næstu 3 lykkjur sl, prjónaðu síðan 3sl af hjálparprjóni.

HS8 = Hægri snúningur með 8 lykkjum: Settu 4 lykkjur á hjálparprjón fyrir aftan, prónaðu næstu 4 lykkjur sl, prjónaðu síðan 4sl af hjálparprjóni.
VS8 = Vinstri snúningur með 8 lykkjum: Settu 4 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan, prónaðu næstu 4 lykkjur sl, prjónaðu síðan 4sl af hjálparprjóni.

HSÚ6 =Hægri snúningur með útaukningu: Settu 3 lykkjur á hjálparprjón fyrir aftan. Prjónaðu síðan 2sl, hú, 1sl. Prjónaðu svo lykkjur af hjálparprjóni á eftirfarandi hátt: 1sl, vú, 2sl. Nú er kaðallinn 8 lykkjur.
VSÚ6 = Vinstri snúningur með útaukningu: Settu 3 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan. Prjónaðu síðan 2sl, hú, 1sl. Prjónaðu svo lykkjur af hjálparprjóni á eftirfarandi hátt: 1sl, vú, 2sl. Nú er kaðallinn 8 lykkjur.


HSÚR6= Hægri snúningur með úrtöku úr 8 lykkjum í 6 lykkjur: Settu 4 lykkur á hjálparprjón fyrir aftan. Prjónaðu síðan 2sl, 2sls. Prjónaðu síðan lykkjur af hjálparprjóni á eftirfarandi hátt: 2ss, 2sl. Nú er kaðallinn 6 lykkjur.
VSÚR6= Vinstri snúningur með úrtöku úr 8 lykkjum í 6 lykkjur: Settu 4 lykkur á hjálparprjón fyrir framan. Prjónaðu síðan 2sl, 2sls. Prjónaðu síðan lykkjur af hjálparprjóni á eftirfarandi hátt: 2ss, 2sl. Nú er kaðallinn 6 lykkjur.

HSÚR4= Hægri snúningur með úrtöku úr 6 lykkjum í 4 lykkjur: Settu 3 lykkjur á hjálparprjón fyrir aftan. Prjónaðu síðan 1sl, 2sls. Prjónaðu síðan lykkjur af hjálparprjóni á eftirfarandi hátt: 2ss, 1sl. Nú er kaðallinn 4 lykkjur.
VSÚR4= Vinstri snúningur með úrtöku úr 6 lykkjum í 4 lykkjur: Settu 3 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan. Prjónaðu síðan 1sl, 2sls. Prjónaðu síðan lykkjur af hjálparprjóni á eftirfarandi hátt: 2ss, 1sl. Nú er kaðallinn 4 lykkjur.

Uppleisti = Sá hluti sokksins sem fer yfir fótlegginn. 
Framleisti = Sá hluti sokksins sem fer yfir fótinn.
Ristarlykkur = Þær lykkjur sem mynda ristarhluta sokksins, þ.e. efri hluta framleistans.
Hæl-lykkjur = Þær lykkjur sem mynda hælinn og neðri hluta framleistans. 
Ristarprjónn= sá hluti prjónsins/prjónanna sem heldur ristarlykkjunum.
Hælprjónn = sá hluti prjónsins/prjónanna sem heldur hæl-lykkjunum.


Fitjaðu upp 96 lykkjur með teygjanlegri upfitjun, tengið í hring.

Stroff - báðir sokkar
Umf.
1-20: 3br, (6sl, 6br)x7, 6sl, 3br.

21:  3br, (6sl, 2br, 2brs, 2br)x7, 6sl, 2br, prjónaðu nú saman brugðið síðustu lykkjuna við fyrstu lykkju næstu umferðar. Sú lykkja er nú fyrsta lykkja umferðarinnar. 
22:  Eins og lýst er að ofan þá er þegar búið að prjóna fyrstu lykkju umferðarninnar. Prjónaðu síðan 2br (6sl, 5br)x7, 6sl, 2br. 
23-35: 3br (6sl, 5br)x7, 6sl, 2br.

Nú skal annað hvort prjóna vinstri sokk eða hægri sokk.

Mér finnst þægilegt að hugsa um kaðlana sem n.k. keðjur sem skiptast i hlekki, Hver hlekkur er 8 umferðir, byrjað er á einni umferð með snúningi og síðan 7 umferðir án snúnings. Einnig finnst mér gott að þræða alltaf prjónamerki í eina slétta lykku í fyrstu umferð hvers hlekks til að eiga auðveldara með að muna hvar ég er stödd.
1.-3. hlekkir:
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x7, HS6, 2br 

2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x7, 6sl, 2br.

4. hlekkur - fyrsta útaukning: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 1br,
úbr, 1br, HS6, 1br, úbr, 1br, 1sl, 1br, úbr, 1br, HS6, 1br, úbr, 1br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, (3br, 6sl, 3br, 1sl)x2, 2br, 6sl, 2br.

5. hlekkur - önnur útaukning: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br, HS6, 3br,
, 1sl, , 3br, HS6, 3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 3sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 2br, 6sl, 2br.

6. hlekkur - þriðja útaukning: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br,
HSÚ, 3br, 3sl, 3br, HSÚ3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br, 1sl, 2br, 6sl, 2br.

7. hlekkur - fjórða útaukning: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br, HS8, 2br,
úbr, 1br, 3sl, 1br, úbr, 2br, HS8, 3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 4br, 3sl, 4br, 8sl, 3br, 1sl, 2br, 6sl, 2br.

8. og 9 hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br, HS8, 4br, 3sl, 4br, HS8, 
3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 4br, 3sl, 4br, 8sl, 3br, 1sl, 2br, 6sl, 2br.

10. hlekkur - fyrsta úrtaka: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br, HS8, 1br,
2brs, 1br, 3sl, 1br, 2brs, 1br, HS8, 3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br,
1sl, 2br, 6sl, 2br.

11. hlekkur - önnur úrtaka: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br,
HSÚR6, 3br, 3sl, 3br,
HSÚR6, 3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 3sl, 3br, 6sl, 3br,

1sl, 2br, 6sl, 2br.

12. hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br, HS6, 3br, 3sl, 3br, HS6,

3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 3sl, 3br, 6sl, 3br, 
1sl, 2br, 6sl, 2br.

13. hlekkur - þriðja úrtaka: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 3br, HS6, 3br,
mú3, 3br, HS6, 3br, 1sl, 2br, HS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 2br, 6sl, 2br.

14. hlekkur - fjórða úrtaka: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x4, HS6, 2br, 1sl, 1br,
2brs, HS6, 2brs, 1br, 1sl, 1br, 2brs, HS6, 2brs, 1br, 1sl, 2br, HS6, 2br. 
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x7, 6sl, 2br.

15. og 16. hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x7, HS6, 2br. 

2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x7, 6sl, 2br.

17. hlekkur - fimmta úrtaka: 4L (ökklaúrtaka)
Umf.
1: 1sl, 2br,
HSÚR4, 2br, 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, (HSÚR4, 2br, 1sl, 2br)x2, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, HSÚR4, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (4sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br.

18 og 19. hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, HS4, 2br, 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, (HS4, 2br, 1sl, 
2br)x2, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, HS4, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (4sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br.

Lokaumferð uppleistans
Umf.
1: 1sl, 2br, HS4, 2br, 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, (HS4, 2br, 1sl, 
2br)x2, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, HS4, 2br.

Slíttu frá. Þetta er til að umferðirnar á ristarprjóni og hælprjóni stangist ekki á síðar. Þú gengur frá endanum í lokin.

Þá er komið að hælnum, ath, við erum enn að gera vinstri sokkinn.


Vinstri sokkur - hællflipi

Fyrstu 41 lykkjurnar tilheyra ristarlykkjum og eru ekki prjónaðar með hælflipanum heldur geymdar á meðan. Ath, ristarlykkjurnar byrja á einni sléttri lykkju og enda á einni sléttri lykkju. Ristarlykkjur verða því tveimur fleiri en hæl- lykkur.

Næstu 39 lykkjur eru hæl-lykkjur, ef þú notar sokkaprjóna skaltu nú hafa þær allar á sama prjóni. Hæl-lykkjurnar eru prjónaðar fram og til baka á eftirfarandi hátt (eins fyrir báða sokka):

Umf. 
1 (réttan): Allar lykkjur sléttar
2 (rangan): 1óprj., 38 br.
3 (réttan): 1 óprj.sl, *1sl, 1óprj.*, endurtaktu *-* út umferðina (þú ættir að enda á 1óprj.).
4 (rangan): Allar lykkjur brugðnar.

Endurtaktu umferð 3 og 4 þar til búið er að prjóna alls 35 umferðir, endaðu á réttunni. Ágætt er að prjóna fyrstu lykkjur hverrar umferðar vel fastar til að kantlykkurnar verði ekki lausar.
Ég prjóna reyndar hælinn heldur fastari en ég prjóna restina af sokknum. Ef þú prjónar lausar en ég og finnst hælflipinn verða of langur þá er spurning um að prjóna hælflipann með minni stærð af prjónum, eða bara prjóna nokkrum umferðum færri. Þá náttúrulega verða kantlykkjurnar færri, en það skiptir í raun ekki máli, þá verða bara hælúrtöku-umferðirnar færri.


Hælsnúningur (eins fyrir báða sokka)
Umf.
1:  22br, 2brs, 1br - snúa 
2:  1óprj.sl, 6sl, 2ss, 1sl - snúa 
3:  1óprj., prjónaðu brugðnar lykkjur þar til 1L er eftir að bili/gati, 2brs yfir bilið/gatið, 1 br - snúa 
4:  1óprj.sl, prónaðu sléttar lykkjur þar til 1L er eftir að bili/gati, 2ss yfir bilið/gati, 1sl - snúa 
Endurtaktu umferð 3 og 4 þar til allar lykkjurnar eru búnar. Þá eiga að vera 23 lykkjur á prjóninum. Hér slít ég frá og geng frá endanum síðar.


Vinstri sokkur - framleisti

Nú eru ristarlykkjur og hæl-lykkjur sameinaðar aftur. Einnig þarf að gera hælúrtöku, en hér er hælúrtakan gerð á neðri hluta framleistans, sem sagt á ilinni, en ekki í hliðum sokksins eins og algengara er.

Teknar eru upp 19 kantlykkjur í hvorri hlið hælflipans.

Byrjað er að prjóna á ristarprjóni og svo er hælprjónn prjónaður - nú er aftur prjónað í hring.
Haldið er áfram að prjóna kaðla á ristarhlutanum, ath. að búið að prjóna fyrstu umferðina í fyrsta hlekknum, þ.e. snúningsumferðina (síðasta umferð uppleistans). Farið eftir eftirfarandi leiðbeiningum þegar ristarlykkur eru prjónaðar:

Umf.
1: 1sl, 2br, HS4, 2br, 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, HS4, 2br, 1sl. 
2-8: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br, 1sl.

Hér á eftir í uppskriftinni vísa ég einfaldlega í ristarlykkur þegar ég á við þessar umferðir að ofan.

Framleistinn (vinstri)
Umf.
1:  Búið að prjóna (snúningsumferð) 
2:  Prjónið ristarlykkjur, prjónið nú 19L sl þar sem kantlykkurnar voru teknar upp (gott að prjóna þær snúnar til að samskeytin verði þéttari), prjónið 10L sl af hælflipanum, setjið prjónamerki á prjóninn, prjónið 3sl, setjið annað prjónamerki, prjónið10sl af hælflipanum, prjónið svo 19L sl þar sem kantlykkjurnar voru teknar upp hinu megin. 
3:  Prjónið ristarlykkur, síðan allar sl þar til 2L eru eftir að prjónamerki, 2ss, færðu prjónamerkið, 3sl, færðu prjónamerkið, 2sls. prjónið rest af umferð sléttar. 
4:  Prjónið ristarlykkur, allar lykkjur á hælprjóni eru prjónaðar sléttar. 


Endurtaktu umferðir 3 og 4 þar til 39L eru á hælprjóni, eftir það eru allar lykkjur á hælprjóni prónaðar sléttar í öllum umferðum. ATH - mundu að prjóna ristarlykkur samkvæmt leiðbeiningum og gera snúning á köðlunum á réttum stað.

Prjónaðu nú þar til þú ert búin að gera 7 hlekki á framleista (26 hlekkir í heildina).

8. hlekkur framleista (27. hlekkur sokksins)
Umf.
1: Ristarprjónn: 1sl, 2br, HS4, 2br, 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, HS4, 2br, 
1sl. Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar.
2-5: Ristarprjónn: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br, 1sl. Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar.
6: Ristarprjónn: 1sl, 2brs, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2brs1sl. Hælprjónn: 19sl, 2sls, 18sl.
7-8: Ristarprjónn: 1sl, 1br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 1br, 1sl. Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar.

Lokaumferð framleista áður en byrjað er á tá
Umf.
1: Ristarprjónn: 1sl, 1br, HS4, 2br, 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, HS4, 1br, 
1sl. Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar.


Vinstri sokkur - tá
Umf.
1:  Allar lykkur sléttar. 
2:  Ristarprjónn: 2ss, 17sl, 2sls, 16sl, 2sls. Hælprjónn: 2ss, 34sl, 2sls
3:  Allar lykkjur sléttar. 
4:  Ristarprjónn: 2ss, prjónaðu sléttar lykkur þar til 2L eru eftir á ristarprjóni, 2sls. Hælprjónn: 2ss, prjónaðu sléttar lykkjur þar til 2L eru eftir á hælprjóni, 2sls

Endurttaktu umferð 3 og 4 þar til 28 lykkjur eru eftir á hvorum prjóni, þ.e. 56L í heildina
Nú er gerð úrtaka í hverri umferð á sama hátt og áður þar til 8L eru eftir á hvorum prjóni, þ.e. 16L í heildina. Prjónaðu síðan:

(3ss, 2sl, 3sls)x2

Nú eru 8L eftir í heildina. Dragðu bandið í gegnum þessar 8 lykkjur og hertu að. Gangtu frá öllum endum.Þá er komið að hægri sokknum. Hann er í raun bara spegilmynd af vinstri sokknum og er með vinstri snúningum í stað hægri snúninga í köðlunum. Eins þá geri ég sokkana þannig að upphaf umferða vísar inn hjá bæði hægri og vinstri sokk og ef eitthvað sést í fráganginum er það því minna áberandi þannig. Ef vel er prjónað og frágengið tekur reyndar enginn eftir því og viðtakandinn veit örugglega ekkert hvor á að vera hægri og hvor á að vera vinstri. En af því að ég er svo smámunasöm þá ákvað ég að skrifa hægri sokkinn allan niður líka á þann hátt sem ég geri hann.
Fitjaðu upp og gerðu stroff á sama hátt og fyrir vinstri sokkinn.


Hægri sokkur - uppleisti

1.-3. hlekkir:
Umf.
1: 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x7, VS6, 2br 

2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x7, 6sl, 2br.

4. hlekkur - fyrsta útaukning: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 1br,
úbr, 1br, VS6, 1br, úbr, 1br, 1sl, 1br, úbr, 1br, VS6, 1br, úbr, 1br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

5. hlekkur - önnur útaukning: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br, VS6, 3br,
, 1sl, , 3br, VS6, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 3sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

6. hlekkur - þriðja útaukning: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br,
VSÚ, 3br, 3sl, 3br, VSÚ, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

7. hlekkur - fjórða útaukning: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br, VS8, 2br,
úbr, 1br, 3sl, 1br, úbr, 2br, VS8, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 4br, 3sl, 4br, 8sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

8. og 9 hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br, VS8, 4br, 3sl, 4br, VS8, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 
1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 4br, 3sl, 4br, 8sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

10. hlekkur - fyrsta úrtaka: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br, VS8, 1br,
2brs, 1br, 3sl, 1br, 2brs, 1br, VS8, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

11. hlekkur - önnur úrtaka: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br,
VSÚR6, 3br, 3sl, 3br, VSÚR6, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 3sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

12. hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br, VS6, 3br, 3sl, 3br, VS6, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 
1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 3sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

13. hlekkur - þriðja úrtaka: 2L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 3br, VS6, 3br,
mú3, 3br, VS6, 3br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 6sl, 2br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 3br, 6sl, 3br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x4, 6sl, 2br.

14. hlekkur - fjórða úrtaka: 4L
Umf.
1: 1sl, 2br, VS6, 2br, 1sl, 1br,
2brs, VS6, 2brs, 1br, 1sl, 1br, 2brs, VS6, 2brs1br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x4, VS6, 2br.
2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x7, 6sl, 2br.

15. og 16. hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x7, VS6, 2br. 

2-8: 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x7, 6sl, 2br.

17. hlekkur - fimmta úrtaka: 4L (ökklaúrtaka)
Umf.
1: 1sl, 2br,
VSÚR4, 2br, 1sl, 2br, (HS6, 2br, 1sl, 2br)x2, (VSÚR4, 2br, 1sl, 2br)x2, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, VSÚR4, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (4sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br.

18 og 19. hlekkur
Umf.
1: 1sl, 2br, VS4, 2br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, (VS4, 2br, 1sl, 2br)x2, 
(VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, VS4, 2br.
2-8: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (4sl, 2br, 1sl, 2br)x2, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br.

Lokaumferð uppleistans
Umf.
1: 1sl, 2br, VS4, 2br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, (VS4, 2br, 1sl, 2br)x2, 
(VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, VS4, 2br.


Hægri sokkur - hællflipi

Taktu fyrstu lykkjuna (slétt lykkja) óprjónaða - þessi lykkja tilheyrir nú ristarlykkjunum og er ekki prjónuð með hælnum.

Næstu 39 lykkjur eru hæl-lykkjur, ef þú notar sokkaprjóna skaltu nú hafa þær allar á sama prjóni. Hinar 41 lykkjurnar sem eftir eru eru ristarlykkjur og eru geymdar á meðan hællinn er prjónaður. Hæl-lykkjurnar eru prjónaðar fram og til baka á eftirfarandi hátt (eins fyrir báða sokka):

Umf. 
1 (réttan): Allar lykkjur sléttar
2 (rangan): 1óprj., 38 br.
3 (réttan): 1 óprj.sl, *1sl, 1óprj.*, endurtaktu *-* út umferðina (þú ættir að enda á 1óprj.).
4 (rangan): Allar lykkjur brugðnar.

Endurtaktu umferð 3 og 4 þar til búið er að prjóna alls 35 umferðir, endaðu á réttunni. Ágætt er að prjóna fyrstu lykkjur hverrar umferðar vel fastar til að kantlykkurnar verði ekki lausar.

Hælsnúningur (eins fyrir báða sokka)
Umf.
1:  22br, 2brs, 1br - snúa 
2:  1óprj.sl, 6sl, 2ss, 1sl - snúa 
3:  1óprj., prjónaðu brugðnar lykkjur þar til 1L er eftir að bili/gati, 2brs yfir bilið/gatið, 1 br - snúa 
4:  1óprj.sl, prónaðu sléttar lykkjur þar til 1L er eftir að bili/gati, 2ss yfir bilið/gatið, 1sl - snúa 

Endurtaktu umferð 3 og 4 þar til allar lykkjurnar eru búnar. Þá eiga að vera 23 lykkjur á prjóninum. Hér slít ég frá og geng frá endanum síðar.


Hægri sokkur - framleisti

Teknar eru upp 19 kantlykkjur í hvorri hlið hælflipans. Nú er byrjað er að prjóna á hælprjóni.
Á sama hátt og fyrir vinstri sokk er haldið áfram að prjóna kaðla á ristarhlutanum, ath. að búið að prjóna fyrstu umferðina í fyrsta hlekknum, þ.e. snúningsumferðina (síðasta umferð uppleistans). Farðu eftir eftirfarandi leiðbeiningum fyrir ristarlykkurnar:

Umf.
1: 1sl, 2br, VS4, 2br, 1sl, 2br, (VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, VS4, 2br, 1sl. 
2-8: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br, 1sl.

Hér á eftir í uppskriftinni vísa ég einfaldlega í ristarlykkur þegar ég á við þessar umferðir að ofan.

Framleistinn (hægri)
Umf.
1:  Búið að prjóna (snúningsumferð) 
2:  Prjónaðu nú 19L sl þar sem kantlykkurnar voru teknar upp (gott að prjóna þær snúnar til að samskeytin verði þéttari), prjónaðu 10L sl af hælflipanum, settu prjónamerki á prjóninn, prjónaðu 3sl, settu annað prjónamerki, prjónaðu 10sl af hælflipanum, prjónaðu svo 19L sl þar sem kantlykkjurnar voru teknar upp hinu megin. Prjónaðu svo ristarlykkjur samkvæmt leiðbeiningum. 
3:  Prjónaðu allar lykkjur sl þar til 2L eru eftir að prjónamerki, 2ss, færðu prjónamerkið, 3sl, færðu prjónamerkið, 2sls. Prjónaðu rest af hæl- lykkjum sléttar. Prjónaðu ristarlykkjur. 
4:  Allar lykkjur á hælprjóni eru prjónaðar sléttar, prjónaðu síðan ristarlykkjur. 

Endurtaktu umferðir 3 og 4 þar til 39L eru á hælprjóni, eftir það eru allar lykkjur á hælprjóni prónaðar sléttar í öllum umferðum. ATH - mundu að prjóna ristarlykkur samkvæmt leiðbeiningum og gera snúning á köðlunum á réttum stað.

Prjónaðu nú þar til þú ert búin að gera 7 hlekki á framleista (26 hlekki í heildina).

8. hlekkur framleista (27. hlekkur sokksins)
Umf.
1: Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar. Ristarprjónn: 1sl, 2br, VS4, 2br, 1sl, 2br, 
(VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, VS4, 2br, 1sl.
2-5: Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar. Ristarprjónn: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br, 1sl.
6: Hælprjónn: 18sl, 2sls, 19sl. Ristarprjónn: 1sl, 2brs, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2brs, 1sl.
7-8: Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar. Ristarprjónn: 1sl, 2br, 4sl, 2br, 1sl, 2br, (6sl, 2br, 1sl, 2br)x2, 4sl, 2br, 1sl. 14


Lokaumferð framleista áður en byrjað er á tá
Umf.
1: Hælprjónn: Allar lykkjur sléttar. Ristarprjónn: 1sl, 1br, VS4, 2br, 1sl, 2br, 
(VS6, 2br, 1sl, 2br)x2, VS4, 1br, 1sl.


Hægri sokkur - tá
Umf.
1:  Allar lykkur sléttar. 
2:  Hælprjónn: 2ss, 34sl, 2sls. Ristarprjónn: 2ss, 16sl, 2sls, 17sl, 2sls
3:  Allar lykkjur sléttar. 
4:  Hælprjónn: 2ss, prjónaðu sléttar lykkjur þar til 2L eru eftir á hælprjóni, 2sls. Ristarprjónn: 2ss, prjónaðu sléttar lykkjur þar til 2L eru eftir á ristarprjóni, 2sls

Endurttaktu umferð 3 og 4 þar til 28 lykkjur eru eftir á hvorum prjóni, þ.e. 56L í heildina.

Nú er gerð úrtaka í hverri umferð á sama hátt og áður þar til 8L eru eftir á hvorum prjóni, þ.e. 16L í heildina. Prjónaðu síðan:

(3ss, 2sl, 3sls)x2

Nú eru 8L eftir í heildina. Dragðu bandið í gegnum þessar 8 lykkjur og hertu að. Gangtu frá öllum endum.


Þvoðu nú sokkana og leggðu til þerris.
Friday, November 22, 2013

Hér ætla ég að sýna ykkur þá aðferð sem ég nota oftast til að skeyta saman endum. Ég nota þessa aðferð aðallega vegna þess að mér finnst hún einföld og fljótleg og virkar vel. Þetta virkar vel með flest ullargarn, er ekki viss um að það virki endilega vel á annað garn.

Tveir endar sem þarf að skeyta saman


Ég byrja á að splitta endunum, í helminga ef hægt er, en stundum er garnið spunnið úr þremur endum og þá splitta ég því 1 á móti 2.


Síðan klippi ég annan helminginn af, miða við ca 7-10 cm. Ef garnið er úr t.d. þremur endum, klippi ég tvo enda af öðrum garnendanum og einn af hinum, þannig að samanlagð tala verði þá þrír.


Síðan legg ég garnendana saman. Læt þá aðeins skarast þannig að rétt í endana er garnið alveg tvöfalt.


Ég reyni aðeins að "afsnúa" þá fyrst og leggja svo saman þannig að þeir snúist aðeins upp á hvorn annan.


Svo þæfi ég þá saman, bleyti aðeins upp í þeim... nota nú bara oftast smá munnvatn. Rúlla þeim vel á milli lófanna þannig að hitinn og rakinn þæfi endana saman.


Taramm, og þá er þetta fast saman og samskeytin sjást lítið. Einnig, þar sem ég klippi helminginn af hvorum enda, er þetta ekki extra feitt á samskeytunum.