Thursday, September 15, 2016

Úrtaka til vinstri

Ég hef löngum verið hrifin af ssk úrtökunni, þar sem mér finnst hún spegla það að prjóna tvær lykkjur saman mun betur en gamla íslenska aðferðin, þ.e. þessi þegar maður tekur eina óprjónaða, prjónar eina og setur svo þessa óprjónuðu yfir nýju lykkjuna. En það hefur samt alltaf pirrað mig svolítið hvað lykkjurnar geta orðið ójafnar þegar maður gerir ssk. En svo var mér bent á þessa aðferð sem ég verð að prófa ;)

Svona held ég á garninu

Ég byrja á því að leggja bandið svona um litla fingurinn. Þarna er ég að prjóna með magic loop aðferðinni.




Síðan læt ég bandið koma aftur yfir litla fingurinn og svo undir baugfingur (liggur þá í raun ofan á baugfingri ef hendinni er snúið við).



Svo kemur bandið yfir löngutöng (eða undir ef maður snýr hendinni við).


Þar næst fer það undir vísifingurinn (eða yfir ef maður snýr hendinni við).



Þá lítur þetta svona út þegar maður snýr hendinni við.


Hér sést svo hvernig bandið liggur þegar maður heldur á prjónlesinu.



 Og svo er bara að fara að prjóna ;)










Tuesday, August 16, 2016

Ég er á lífi

Var næstum búin að gleyma að ég ætti þetta fína prjónablogg. Svona er ég nú mikill bloggari. Enda hvort sem er enginn að fylgjast með mér, hahaha.

Annars er ég búin að vera með sjalaæði undanfarið og er búin að rumpa af 4 sjölum í sumar. Finnst þau hvert öðru fallegra :)

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Indian Feathers - frí uppskrift á Ravelry. Pjrónað úr handgerðu silkigarni sem systir mín gaf mér.



--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fantoosh - uppskrift til sölu á Ravelry. Prjónað úr sama garni og Indian Feathers.




--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Radiance shawl - uppskrift til sölu á Ravelry. Prjónað úr Marina frá Manos del Uruguay.


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lazy Katy - uppskrift til sölu á Raverly. Prjónað úr Tosh Merino Light frá Madelinetosh.



--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Einhverra hluta vegna virðast sjölin mín alltaf verða minni en þau sem aðrir prjóna... nema reyndar Fantooshið. Ég veit að ég prjóna fast, en stundum finnst mér þetta pínu undarlegt samt. En ég er mjög ánægð með sjölin mín samt :)