Ég byrja á því að leggja bandið svona um litla fingurinn. Þarna er ég að prjóna með magic loop aðferðinni.
Síðan læt ég bandið koma aftur yfir litla fingurinn og svo undir baugfingur (liggur þá í raun ofan á baugfingri ef hendinni er snúið við).
Svo kemur bandið yfir löngutöng (eða undir ef maður snýr hendinni við).
Þar næst fer það undir vísifingurinn (eða yfir ef maður snýr hendinni við).
Þá lítur þetta svona út þegar maður snýr hendinni við.
Hér sést svo hvernig bandið liggur þegar maður heldur á prjónlesinu.
Og svo er bara að fara að prjóna ;)
No comments:
Post a Comment