Ég hef löngum verið hrifin af ssk úrtökunni, þar sem mér finnst hún spegla það að prjóna tvær lykkjur saman mun betur en gamla íslenska aðferðin, þ.e. þessi þegar maður tekur eina óprjónaða, prjónar eina og setur svo þessa óprjónuðu yfir nýju lykkjuna. En það hefur samt alltaf pirrað mig svolítið hvað lykkjurnar geta orðið ójafnar þegar maður gerir ssk. En svo var mér bent á þessa aðferð sem ég verð að prófa ;)
No comments:
Post a Comment