Tuesday, February 10, 2015

Nokkurnvegin rétta jafnan (The More-or-Less-Right Formula), skv. Cheryl Brunette

Ég lendi stundum í vandræðum þegar ég þarf að auka út um, eða fækka um x margar lykkjur jafnt yfir umferðina. Þá fer heilinn á mér í einhvern hraðsnúning að reyna að reikna út á hversu margra lykkja fresti ég á að auka út eða gera úrtöku. En þar sem ég er nú oft að grúskast á netinu í prjóna- eða heklhugleiðingum þá datt ég fyrir algjöra tilviljun niður á myndband frá ofurprjónaranum Cheryl Brunette, sem sýnir akkurat þetta. Ég var reyndar að leita að allt öðru, var að skoða hvernig maður prjónar fallegan tölulista á hálfopnar peysur, en fann þennan fjársjóð í leiðinni ;)

The More-or-Less-Right Formula - Cheryl Brunette

Ég náttúrulega ákvað að deila þessari visku með prjónasamfélaginu á Handóðir Prjónarar. Það er þó ekki víst að allir skilji alveg hvað hún Cheryl er að fara, svo ég ætla að reyna að útskýra þetta aðeins á íslensku.

Segjum sem svo að maður sé með 172 lykkjur og þeim þarf að fækka niður í 128 lykkjur. Þá þarf sem sagt að gera 172-128 = 44 úrtökur. Þessum 44 úrtökum þarf að deila jafnt á þessar 172 lykkjur sem maður er með. Nú þarf maður aðeins að rifja upp gömlu grunnskólastærðfræðina.

Þá byrjar maður á að deila 172 með 44:



44 gengur 3 sinnum upp í 172...


... en maður situr auðvitað uppi með smá afgang: 3x44 eru 132, svo afgangurinn verður 172-132 = 40.


Nú tekur maður efstu töluna, þ.e. í þessu tilfelli 3 og bætir við 1, og fær þá út 4.


Næst þá dregur maður afgangstöluna, þ.e. 40, frá úrtökufjöldanum (tölunni sem maður var að deila með), þ.e. 44. Þá fær maður út 44-40 = 4.


Þar næst dregur maður hring um tölurnar sem maður er að fara að nota, sem eru fyrir ofan strikið 3 og 4, og fyrir neðan strikið 40 og 4.


Síðan dregur maður strik í kross á þennan hátt og parar þannig tölurnar saman.


Efri tölurnar segja manni á hversu margra lykkja fresti maður á að gera úrtökuna og neðri tölurnar  segja manni hversu oft maður á að gera úrtöku á ákveðinna margra lykkja fresti. Sem sagt, í þessu tilfelli þá á maður að fækka um 3ju hverju lykkju 4 sinnum, og 4u hverju lykkju 40 sinnum.

Í þessu tilfelli þá fannst mér best að gera úrtökuna á þennan hátt, til að jafna hana enn frekar:

[Úrtaka í 4u hverju lykkju x10 og 3ju hverju lykkju x 1] x 4

Maður þarf bara að muna að þegar maður er að gera úrtökur þá er maður að eyða lykkjum, þannig að til að t.d. gera úrtöku í 4u hverju lykkju, þá prjónar maður 2 lykkjur og síðan prjónar maður 2 lykkjur saman (sem sagt lykkja nr 3 og 4 eru prjónaðar saman, sem þýðir að maður losnar við lykkju nr, 4).

Þannig að í raun væri uppskriftin skiljanlegust svona, miðað við að við séum að gera sléttar lykkjur (s=slétt, ss=slétt saman):

Úrtökuumferð: *(2s, 2ss)x10, (1s, 2ss)x1*, endurtakið *-* út umferð.



Prófum að gera þetta aftur með aðrar tölur.

Segjum að maður sé með 85 lykkjur í stroffi og ætli að auka upp í 100.

Þá byrjar maður á að deila 85 með 15.


15 gengurx upp í 85.


5x15 er 75 svo afgangurinn verður 85-75 = 10.


5+1 gera


og 15-5 gera 5


Þetta verða þá tölurnar í þessu dæmi:

Og svona parast þær saman:


Í þessu dæmi þá þarf maður að auka út um 1 lykkju eftir 5. hverju lykkju x 5 og eftir 6. hverja lykkju x10. Þarna myndi ég gera þetta á þennan hátt:

Útaukningarumferð: *(6s, aukið út um 1L)x2, (5s, aukið út um 1L)*, endurtakið *-* út umferð.



Vonandi skilst þetta og hjálpar einhverjum. Mér finnst þetta allavegana algjör snilld :D

No comments:

Post a Comment